Björn Bragi þetta er til skammar

Ummæli Björns Braga  eru honum og RÚV til skammar og þó að hann hafi beðist afsökunar á ummælunum þá eru þau samt svo alvarleg að það er óafsakanlegt að maðurinn haldi áfram með þessa EM stofu, hann verður að átta sig á því að hann hefur niðurlægt Asturríkismenn og um leið orðið islenskri þjóð til skammar.
mbl.is Stefnt að sameiginlegri yfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig hefur hann niðurlægt Austurríkismenn, þegar hann heldur á lofti sögufölsun Austurríkis um að þeir hafi verið fórnarlömb stríðssins? Þeir hafa eitt 70 árum í að láta heiminn halda að Anchluss hafi ekki verið Austurrísk, og nú fá þeir staðfestingu að áróðurinn bar árangur.

OyVey (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 14:53

2 identicon

Hundalógík íslenskra atvinnuþrasara er einskis virði á alþjóðlegum vettvangi. Þetta er nógu alvarlegt mál til þess að handknattleikssamband Evrópu íhugar alvarlega að reka íslenska landsliðið úr keppni og ógilda öll úrslit leikja, sem það hefur tekið þátt í. RÚV ætlar samt að hanga á því eins og hundur á roði að einhver afsökunarbeiðni sé nægileg til að þess drengur fái að vera þarna áfram. Þvílíkt og annað eins. Þarna er sama siðgæðið á ferðinni og alstaðar annarsstaðar í íslensku þjóðfélagi. Siðblint þjóðfélag sem brátt verður búið að útskúfa algerlega úr samfélagi þjóðanna.

E (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband