27.5.2008 | 15:20
Erum við á Íslandi eða Chile
Svona árás lögreglu er ekki eðlileg þetta minnir helst á aðferðir Augusto Pinochet í Chile þegar hans sveitir voru uppá sitt besta.
Er svo eðlilegt að lögreglan rannsaki sín afbrot sjálf gertur það talist hlutlaus skoðun?
Lögregla fer yfir atvik í 10/11 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við erum á Íslandi, opnið augun og sjáið!
Lögreglan rannsakar eigin sakamál og ríkissaksóknari lítur frammhjá brotunum og ofbeldinu...Öllum ákærum á hendur lögreglunnar er vísað frá rannsókn!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 27.5.2008 kl. 15:33
Gerum við mál úr svona lítilvægu? Þetta er mikilvægt, hvað ætli margar ofbeldisárásir löggunnar á fólk séu í raun. Það er nærri því einsdæmi að þetta hafi náðst á mynd annars hefði enginn trúað drengnum. Þetta er heldur ekki lítilvægt því það segir allt sem segja þarf um viðhorf löggunnar gagnvart borgurum og beitingu valds og það er það skelfilega við þetta atvik. Þar er enginn eðlismunur á miðað við Chile, aðeins stigsmunur.
corvus corax, 27.5.2008 kl. 15:35
Er "lögreglan" einn maður, eða einn heildstæður lífræn hluti sem er fær einhverjar skipanir að ofan. Horfðu á myndbandið og segðu mér hvað þú sér? Krakki með derring og lögreglumaður sem missir stjórn á sér, ekkert meira eða minna en það.
Voða eru menn dramatískir opnið augun og sjáið við erum á íslandi, hvað þýðir það? Var maðurinn að berja krakkan? Þessi maður missti bara stjórn á skapi sínum og ýtti honum aðeins til. Klárlega röng viðbrögð, en svona var maður oft meðhöndlaður á fótboltaæfingum í gamladaga ef maður hlýddi ekki og var með stæla.
Og annað hvernig getur þetta sagt til um viðhorf lögreglunar í heild gegn almenning? Lögreglumenn fara í stutt nám í skóla og eru svo bara lögreglumenn að starfi, þetta er ekki eitthvað cult, eða leynifélag, lögreglumenn eru hluti af borgurunum líka. Ef lögfræðingur myndi neita að taka að sér mál vegna kynþáttar viðkomand myndi það segja allt sem segja þarf um kynþáttafordóma í röðum lögfræðinga á Íslandi.
Ég hef unnið mikið sem dyravörður niðrí bæ og það er alltaf sama sagan, það er helvíti löggan þangað til að fólk þarf á henni að halda.
Stefan (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.