6.11.2007 | 20:58
Hvert stefnir RÚV
Mér er farið að ofbjóða sú dagskrárstefna sem RÚV býður okkur skyldu afnotagjalds þrælunum uppá og skal ég nefna nokkur dæmi.
Kastljós hefur einhver séð verri dagskrárgerð.
Spaugstofan er ekki svipur hjá sjón núna. Þórhallur rak Randver víst á faglegum forsendum að hans sögn, ég dreg að vísu í efa hans faglega mat.
Laugardagslögin Steingeltur humor þeirra tvíhöfða bræðra svo ömurlega vitlaus og leiðinlegur að hann eiðileggur fyrir manni ekki bara laugardagskvöldið heldur sunnudagin líka.
Kiljan tómt kjaftasnakk um ekki neitt.
Silfur Egils Greindur náungi en afspyrnu lélegur þáttastjórnandi spur spurninga en kjaftar svo sjálfur ofan í svörinn þannin að þátturinn verður bara skvaldur.
07-08 'Eg hef ekki heilsu í að lísa skoðun minni á fyrirbærinnu.
Er ekki komin tími til að einkavæða RÚV og leifa þeim að keppa um áhorf við aðrar stöðvar um myndlykil þannig að ég og aðrir getum keypt þær stöðvar sem við viljum sjá og hætta að nauðga þessari dagskrá uppá mann í skylduáskrif, því ég reikna með að flestir kaupi aðrar stöðvar nú þegar til að geta horft á sjónvarp.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.