Óskiljanlegt husunarleysi

Þessi frétt er meira um hugsunnarleysi skólastjóra og kennara í Garðaskóla heldur en fasta rútu, það er með ólíkindum að nokkrum mann detti það í hug að fara með fulla rútu af börnum í ferðalag þar sem þarf að fara yfir óbrúaðar ár núna í sumarbyrjunn þegar leysingar eru loksins að fara af stað og ár geta breyst stórlega á stuttri stund. Skólastjóri og kennarar Garðaskóla hafa semsagt ekkert vitað af því að það hefur snjóað óvenju mikið á Íslandi á liðnum vetri miðað við undanfarandi ár. Kanski vita þeir ekki heldur að snjóinn leysir líka á vorinn og honum hættir til að umbreytast í vatn og leyta í ár og læki.
mbl.is Skólabörn festust í Krossá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ók út úr Þórsmörk eftir hádegi á sunnudaginn 2. júní, vatnshæðin var ekki mikið meiri en í hjólförunum á Miklubrautinni. Þetta sýnir hversu mikið þú veist.

Þröstur Reynisson (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 16:14

2 Smámynd: Landfari

Af hverju er þetta bara hugsunarleysi hjá skólastjóra og kennurum Garðaskóla?

Er þetta ekki líka hugsunarleysi hjá skólastjórumog kennurum allra hinna skólanna sem á undaförnum árum og áratugum hafa leift skólaferðir á vorin í Þórsmörk?

Eða ert þú kannski að gera meira úr þessu en efni standa til?

Landfari, 3.6.2013 kl. 16:38

3 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Þarna voru vanir menn á ferð, og alls ekki teknir neinir sjénsar.

Það hefur komið fram í fréttum að traktor, sér hannaður til að draga bíla úr festum og 4X4 vörubíll, báði mjög öflug björgunartæki voru í viðbragðsstöðu.

Aldrei var hætta á ferðum, þótt vatn flæddi í farangurs geymslur og töppur.

Þetta er ekki í fyrsta, og ekki í síðasta skifti, sem rútur festast í Krossá.

Það hefur alltaf verið hluti af ferðinni að fara yfir árnar, og spennan sem fylgir því.

Enginn rútubílstjóri fer útí, nema hann sé 100 viss um að komast klakklaust yfir. En svo verða óhöpp....

Börkur Hrólfsson, 3.6.2013 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband