Það er allt notað til afsökunnar

Ég lenti í því fyrir nokkrum árum að einn morgun voru gæsaskyttur búnar að koma sér fyrir í túninnu hjá mér með gerfigæsir og hunda innan um sauðféð á túninu og þegar ég hafði tal af þessum mönnum þá sögðust þeir vera þarna á veiðum með leyfi ákveðins lögreglumanns í  ónefndu þorpi. Ég hafði samband við þennan lögreglumann strax og hann gat ekki þrætt fyrir málið.
mbl.is Skytterí í sumarbústaðalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er náttúrulega bara til háborinnar skammar, en sem betur fer erum við fæstir þetta ræfir held ég, ég að minnsta kosti vona það

Árni Þór Eiríksson (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 15:46

2 Smámynd: corvus corax

Lögreglan á Húsavík hefur í sínu umdæmi ósvífnustu og yfirgangssömustu veiðiþjófa á Íslandi. Þessir veiðiþjófar vaða yfir allt og alla án þess að spyrja leyfis og veiða þar sem þeim sýnist hverju sinni. Og þegar þeir eru spurðir hvort þeir hafi leyfi landeigenda kemur gjarnan löng og ruglingsleg þvæla um hina og þessa heimamenn og landeigendur sem þeir þykjast þekkja og þannig kjafta þeir og ljúga sig frá glæpnum. Ef td. Mývetningar, Aðaldælingar, Öxfirðingar og Keldhverfingar stæðu saman og á rétti sínum mundi veiðiþjófnaður hóps veiðiþjófa frá ákveðnu þéttbýli á Norðurlandi eystra snarminnka.

corvus corax, 22.11.2010 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband